Kennsluefnið

Tónakistan samanstendur af kennsluefni og kistu fullri af hljóðfærum fyrir börn.
Hljóðfærin sem finnast í kistunni eru m.a. klukkuspil, handtromma, hristur og þríhorn.
Rafræn eða prentuð útgáfa
Rafræn mánaðarleg áskrift
Hentar þeim sem notast við fleiri en eina Tónakistu í einu.
ā
Kennsluefnið kemur á rafrænu formi og geta því stofnanir nýtt sér eina áskrift fyrir margar deildir.
ā
Uppfærslur eru innifaldar í þessum pakka.
ā
Tónakistan sjálf selst stök svo hver og einn getur keypt Tónakistur eftir þörfum.
Prentuð útgáfa
Hentar þeim sem notast einungis við eina Tónakistu í einu.
ā
Kennsluefnið kemur útprentað og því engin þörf á að eiga raftæki eða annað til að kenna.
ā
Ekki er heimilt að afrita eða dreifa kennsluefni Tónakistunnar.
Hvað er innifalið?
Öll verkefni Tónakistunnar eru sett eins upp á einfaldan hátt.
Myndir og hjálpargögn fylgja einnig með til þess að styðja við leiðbeinandann.
Að lokum eru sundurliðaðar leiðbeiningar, lið fyrir lið, en þær eru eingöngu til þess að styðjast við. Hverjum sem notar verkefnið er frjálst að prófa nýjar aðferðir og leika sér með allskonar útfærslur.
ā
Sýnishorn
Tími
Áætlaður tími sem verkefnið gæti tekið. Frá fimm mínútum upp í hálftíma.

Fjöldi
Ráðlagður fjöldi þátttakenda. Allt frá einu barni upp í tuttugu eða fleiri.

Hljóðfæri & hjálpargögn
Hvaða hljóðfæri og/eða meðfylgjandi hjálpargögn eru nauðsynleg. Einnig aðbúnaður s.s. hátalari.


Markmið
Hver er ávinningur verkefnisins fyrir þáttakendur t.d. að efla sjálfstraust.

