Ummæli:
Deildarstjóri á eldri deild
"Verkefnið kom með ferska nálgun á tónlistarnám í leikskólum, sem ekki hefur verið gert nógu hátt undir höfði í mörgum leikskólum landsins. Verkefnið vakti mikla forvitni barna og starfsfólks. Börnin sýndu efninu gríðarlegan áhuga og tóku virkan þátt. Fyrirmælin í verkefninu eru mjög skýr fyrir kennara og börn svo allir geta sest við og hafist handa án mikillar, ef nokkurrar fyrirhafnar. Starfsfólk leikskólans hefur mismikla þekkingu í tónlist en það virtist ekki skipta máli þegar þetta verkefni er annars vegar, allir gátu notað það. Mikill áhugi var hjá stjórnendum leikskólans fyrir því að fá verkefnið aftur á leikskólann að loknum skilum, til frekari prófunar og jafnvel fjárfesta í slíku efni, væri það gefið út. Enginn vafi leikur á því að vöntun er á kennsluefni, líkt og því sem verkefnið samanstendur af, og eftirspurn eftir því."
- 28 ára, deildarstjóri á eldri deild.
Deildarstjóri og starfsmaður á elstu deild
"Tónakistan var virkilega sniðugt og skemmtilegt verkefni. Börnin voru mjög áhugasöm og fannst mjög skemmtilegt að fá að skoða, prófa, læra og spila á hljóðfærin. Verkefnið var auðvelt og gott að skilja og framkvæma. Bæði börnum og starfsfólki leist vel á og væri gaman að fá í framtíðinni slíka Tónakistu í leikskólann til að hafa og vinna í með börnum framtíðarinnar. Verkefnin þóttu skemmtileg, áhugaverð og fræðandi."
- 32 ára, deildarstjóri með börn fædd 2017 og 2016.
Þeir sem nýta sér Tónakistuna í dag:




