top of page

Um okkur

Almennt um Tónakistuna

Það þarf ekki útlært tónlistarfólk til þess að stunda skapandi tónlistariðkun með börnum ef réttu verkfærin eru til staðar. Okkur langaði að búa til verkfærakistu fyrir leikskóla þar sem engar kröfur væru gerðar á leikskólann að eiga neitt til þess að geta verið með skapandi tónlistarstundir með börnunum. Eitthvað sem hver sem er gæti gripið í án undirbúnings. Til varð verkefnið Tónakistan. Kennsluefni, fullt af leikjum og verkefnum sem taka stuttan tíma og eru auðveld í framkvæmd en virkja börn í tónlist og sköpun. Ávinningur hvers verkefnis getur verið mismunandi, allt frá því að þjálfa einbeitingu og biðlund yfir í að þekkja hljóðfæri, skapa hljóðheim og einfaldlega kynnast því að spila tónlist. Með kennsluefninu fylgir hljóðfærakassi. Sá kassi kallast Tónakista og inniheldur hljóðfæri sem sérstaklega eru ætluð börnum. Í þróunarvinnu Tónakistunnar var útgangspunkturinn hvernig hægt væri að koma upplýsingum til skila á sem einfaldastan og aðgengilegastan hátt. Kennsluefnið er sett upp í möppu sem skiptist í nokkra kafla eftir innihaldi. Öll verkefnin eru sett upp eins í möppunni með einföldum leiðbeiningum um hvernig skal framkvæma verkefnið og hvaða ávinning það hefur.

IMG_1863.jpg

Af hverju Tónakistan?

Tónlist byrjar að hafa áhrif á manneskjuna strax í móðurkviði í gegnum rödd móðurinnar. Í frumbernskunni er tónlist mjög mikilvæg því hún örvar allar heilastöðvar heilans í einu, þar á meðal þær heilastöðvar sem tengjast málþroska og máltöku, hreyfiþroska og tilfinningastjórnun. Tónlistariðkun með börnum er þar af leiðandi nauðsynleg og ætti að vera í boði fyrir öll börn. 

Ráðgjöf og fræðsla fyrir leikskólastarfsfólk frá einstaklingum með reynslu og þekkingu á sviði tónlistar eru lykill að aukinni þekkingu. Með aukinni þekkingu kemur meira öryggi sem leiðir af sér árangursríkari tónlistariðkun í menntakerfinu. Tónlist er ekki eingöngu til yndisauka heldur er hún grunnstoð í mótun einstaklinga og sameign okkar allra sem menningarfjársjóður sem þarf að varðveita.

​

BA ritgerð Sæbjargar, einni af stofnendum Tónakistunnar og höfundur efnisins, Syngjandi hér, syngjandi þar - sýn leikskólastjórnenda á tónlistariðkun í íslenskum leikskólum, fjallar um það hver sýn leikskólastjórnenda sé þegar kemur að tónlistariðkun og upplifun leikskólastarfsfólks. Undir handleiðslu Helgu Rutar Guðmundsdóttur, prófessors í tónlist/tónmennt lagðist hún yfir rannsóknir, tók viðtöl við leikskólastjórnendur og skrifaði út frá þeim ofangreinda ritgerð. Niðurstöður þessarar rannsóknarritgerðar voru grundvöllur verkefnisins.

Hverjir standa á bakvið verkefnið?

IMG_0171.PNG

Sæbjörg Eva Hlynsdóttir

Verkefnastjóri, stofnandi og höfundur kennsluefnis.

​

Menntun á tónlistarsviði:

BA í Skapandi tónlistarmiðlun og B.Mus.Ed í klassískri hljóðfærakennslu.

Untitled design-178.png

Dagur Snær Elísson

Framkvæmdarstjóri, stofnandi og lagasmiður

Kristbjörg portrait.jpeg

Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir

Verkefnastjóri, stofnandi og höfundur kennsluefnis.

​

Menntun á tónlistarsviði:

BA í Skapandi tónlistarmiðlun og M.Mus.Ed í söng- og hljóðfærakennslu. 

Ísland

Tonakistan.is

Skráðu þig á póstlista fyrir fróðleik og fréttir

Takk fyrir að skrá þig á póstlistann okkar!

bottom of page